Búið er að draga úr seldum miðum í styrktarhappdrætti meistaraflokks karla. Leikmenn þakka þeim sem keyptu miða kærlega fyrir og vona að vinningarnir komi sér vel.  Þeir sem eiga vinninga geta sent mail á geirigumm@gmail.com eða haft samband í síma 8682508 til þess að vitja vinninga. Vinningsnúmer má sjá hér að neðan.Meira

Nú eftir helgi hefst sala á happadrættismiðum í styrktarhappdrætti mfl.kk. BÍ/Bolungarvíkur (Vestra). Strákarnir hafa á undanförnu verið í hinum ýmsu fjáröflunum til þess að fjármagna æfingarferð liðsins til Króatíu yfir páskanna. Strákarnir eru með miðanna til sölu á 1500kr stk. og er áhugasömum að hafa samband við einhvern af drengjunum eða Ásgeir þjálfara til að tryggja sér miða. ATH aðeins 800 miðar eru í boði. Hér að neðan í fréttinni er vinningsskrá happadrættisins. Verðmæti vinninga er rúmlega 1 milljón króna. 

Með fyrirfram þökk fyrir stuðninginn 

Leikmenn mfl.kk Vestra(BÍ/Bolungarvíkur)Meira

Aðalfundur Boltafélags Ísafjarðar verður haldinn fimmtudaginn 5. nóvember næstkomandi kl. 20:30 á Hótel Ísafirði.

Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf.

Atkvæðisrétt á aðalfundi öðlast félagar við 16 ára aldur.

Á fundinum verður borin upp tillaga af háflu stjórnar um að félagið gangi til sameiningar við önnur íþróttafélög. Tillagan hljóðar svo:

 „Boltafélag Ísafjarðar samþykkir að taka þátt í stofnun nýs fjölgreinafélags undir merkjum Vestra og er áætlaður stofndagur þann 22. nóvember 2015.  Með samþykkt þessari er ákveðið að lög hins nýja félags muni taka yfir núverandi lög Boltafélags Ísafjarðar og eftirleiðis verði starfsemin deild undir yfirstjórn nýja Vestra.

Með samþykkt þessari er stjórn Boltafélagsins jafnframt falið að ganga frá formlegum málum er varða stofnun hins nýja fjölgreinafélags.“

Þar sem tillaga þessi tekur til laga félagsins, gilda reglur um lagabreytingar og verður því tillagan að hljóta 2/3 atkvæða fundarmanna til að teljast samþykkt.

 Stjórnin


Félagið framlengdi samninga við þrjá unga og efnilega leikmenn í síðustu viku. Þeir Elmar Atli Garðarsson, Viktor Júlíusson og Pétur Bjarnason skrifuðu þá allir undir nýjan samning. Þeir spiluðu stórt hlutverk síðasta sumar í 1.deildinni og ættu því að vera vel sjóaðir fyrir átökin í 2.deild næsta sumar.

Búast má við fleiri fréttum af samningamálum á næstunni þar sem von er á að framlengja við fleiri uppalda leikmenn.


BÍ/Bolungarvík hefur samið við Ásgeir Guðmundsson um að taka við þjálfun meistaraflokks karla í knattspyrnu. Ásgeir hefur áður komið að þjálfun liðsins. Hann var aðstoðarmaður Guðjóns Þórðarsonar árið 2011 og síðan aðstoðarmaður hjá Jörundi Áka Sveinssyni næstu þrjú ár þar á eftir. Í sumar tók Ásgeir sér frí frá þjálfun en ætlar að taka slaginn á næsta ári í 2. deild.

Ásamt þessari ráðningu er félagið einnig í viðræðum við erlendan þjálfara sem mun þá starfa við hlið Ásgeirs. Félagið reiknar með að tilkynna það fljótlega ef að verður.


BÍ/Bolungarvík spilaði um nýliðna helgi við Þrótt í Lengjubikarnum. Skemmst er frá því að segja að Þróttur vann leikinn 2-0, en lið BÍ/Bolungarvík var manni færri frá 34.mínútu. Margir ungir leikmenn skipuðu lið BÍ/Bolungarvík og spiluðu sína fyrstu opinberu meistaraflokksleiki, þeir Dagur Elí Ragnarsson og Suwat Chaemram.

Leikskýrsla leiksins:
http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=361185


Nikulás Jónsson var tilnefndur af UMFB til kjörs á íþróttamanni Bolungarvíkur 2014. Nikulás átti gott tímabil með BÍ/Bolungarvík sumarið 2014 og var annar af tveimur leikmönnum liðsins sem tók þátt í öllum 22 leikjum liðsins í 1.deild. Nikulás hefur verið að glíma við meiðsli í haust, en er væntanlegur aftur á völlinn í febrúar. Kjörið fór fram föstudaginn 30.janúar sl. og var það hestamaðurinn Bragi Björgmundsson sem var kjörinn íþróttamaður Bolungarvíkur árið 2014.


Leikir og atburđir