Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað að úthluta sextán milljónum úr Mannvirkjasjóði KSÍ á fundi sínum 11. apríl síðastliðinn en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Þetta er í sjöunda skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum en ný reglugerð um sjóðinn tók gildi í byrjun árs 2012. Sjö af tíu verkefni sem sóttu um styrk fengu pening að þessu sinni. Meira

Meistaraflokkur kvenna hjá BÍ/Bolungarvík lék sína fyrstu leiki á árinu um síðustu helgi í Lengjubikarnum. Fyrri leikurinn var gegn KR og tapaðist hann stórt, eða 14-0. Í síðari leiknum gegn Fjölni töpuðu stelpurnar 3-1. Jónas Leifur Sigursteinsson, þjálfari liðsins, segir að það hafi sést í leiknum gegn KR að stelpurnar hafi verið að leika í fyrsta sinn á velli síðan í nóvember. „Við höfum ekki komist á völl síðan í nóvember og það sást berlega. Bæði KR og Fjölnir hafa æft á velli í allan vetur. Við erum búin að æfa vel í vetur, bara ekki fótbolta. Höfum verið á þrekæfingum og hlaupum og eitthvað verið í innanhúsbolta. Við lítum á Lengjubikarinn sem æfingaleiki og stressum okkur ekki á úrslitunum heldur notum þá til undirbúnings fyrir Íslandsmótið,“ segir Jónas Leifur. Meira

BÍ/Bolungarvík hefur fengið miðjumanninn Qunicy Osei til liðs við sig. Osei er 24 ára gamall Ganamaður en hann lék í fyrra með AC Kajaani í C-deildinni í Finnlandi. Meira

Þróttur eða lið Grindavíkur bíður kvennaliðs BÍ/Bolungarvíkur í Borgunarbikarnum í knattspyrnu. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið BÍ/Bolungarvíkur tekur þátt í bikarkeppni. Dregið var í bikarnum í gær. Þróttur og Grindavík mætast í fyrstu umferð bikarsins 14. maí og sigurvegarinn fær heimaleik á móti BÍ/Bolungarvík þann 27. maí. Þróttararnir féllu úr Pepsi deildinni í fyrra en Grindvíkingar hafa verið andstæðingar BÍ/Bolungarvíkur í 1. deildinni síðustu tvö sumur. Leikið verður til úrslita í bikarnum á Laugardalsvelli  30. ágúst. Lið BÍ/Bolungarvíkur endaði í 9. sæti 1. deild Íslandsmótsins í fyrra.

Frétt af bb.is


Karlalið BÍ/Bolungarvíkur mætir sigurvegara úr viðureign Lummanna og Berserkja í Borgunarbikar Knattspyrnusambands Íslands. Dregið var í bikarnum í gær og fer leikurinn fram 13. maí á heimavelli sigurvegara fyrri leiksins. Á fréttasíðunni fotbolti.net segir að Lumman sé eitt af nýju liðunum sem keppir í fjórðu deildinni í sumar og nafnið á liðinu kemur frá samnefndu „appi“ þar hægt að nálgast fótboltafréttir. Lumma er einnig slanguryrði yfir munntóbak en Helgi Pjetur Jóhannsson ítrekar við Fótbolta.net að nafnið sé ekki dregið af ósiðnum heldur af gamla góða bakkelsinu. Lumman spilar heimaleiki sína í Kópavogi. Meira

BÍ/Bolungarvík hefur fengið markvörðinn Magnús Þór Gunnarsson að láni frá Haukum. Fréttasíðan fotbolti.net greinir frá félagaskiptunum. Magnús sem er fæddur 1994, hefur verið varamarkvörður Hauka undanfarin ár auk þess að standa á milli stanganna í 2. flokki félagsins. Spænski markvörðurinn Alejandro Berenguer Munoz var í markinu hjá BÍ/Bolungarvík í fyrra en hann verður ekki áfram hjá félaginu.

 

Frétt af bb.is


Skoski knattspyrnumaðurinn David Sinclair er genginn til liðs við BÍ/Bolungarvík. Sinclair er 23 ára miðjumaður sem lék í sex ár með Livingston þar sem hann vann meistaratitla í C- og D-deildunum skosku en síðan með Ayr United í C-deildinni, þar sem hann skoraði 10 mörk í 27 leikjum, og með Airdrieonians í C-deildinni í vetur. Þar spilaði hann 14 leiki og skoraði eitt mark en var leystur undan samningi í janúar. 

Í Morgunblaðinu kemur fram að Sinclair var til reynslu hjá enska B-deildarliðinu Birmingham síðasta sumar en meiddist þar á ökkla og þurfti að fara í uppskurð í kjölfarið. Hann er fjórði leikmaðurinn sem BÍ/Bolungarvík hefur samið við fyrir tímabilið í sumar. Hinir eru Kári Ársælsson, Björgvin Stefánsson og Aaron Spear. 


BÍ/Bolungarvík og Kári Ársælsson hafa komist að samkomulagi að sá síðarnefndi leiki með liðinu á komandi keppnistímabili. Kári skrifar undir eins árs samning við félagið og mun leika sinn fyrsta leik núna á laugardaginn gegn Selfoss í fotbolti.net mótinu. BÍ/Bolungarvík hefur verið á höttunum eftir varnarmanni eftir að Dennis Nielsen yfirgaf félagið og samdi við Egersund IK í Noregi.

Kári er fæddur árið 1985 og er varnarmaður. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki en hefur einnig leikið með Stjörnunni og ÍA. Hann á að baki 164 leiki og 9 mörk á sínum ferli í deild og bikar. Hann kemur til liðsins frá ÍA.

Kári var fyrirliði Breiðabliks þegar liðið varð Íslandsmeistari 2010 og þegar liðið varð bikarmeistari árið á undan. Síðustu tvö ár hefur hann leikið með ÍA í Pepsi-deildinni.

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur býður Kára velkominn til félagsins og eru miklar vonir bundnar við frammistöðu hans.


Besti leikmaður meistaraflokks karla hjá BÍ/Bolungarvík, Hafsteinn Rúnar Helgason, hefur verið valinn íþróttamaður ársins hjá félaginu. Hann er jafnframt tilnefndur til vals á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar 2013.

Hafsteinn var lykilmaður í 1.deildarliði BÍ/Bol sem náði sínum besta árangri til þessa. Hann valinn í lið ársins í 1.deildinni auk þess sem hann skoraði 7 mörk og lagði upp annan eins fjölda. Hafsteinn er mikil fyrirmynd innan vallar sem utan og liðinu gríðarlega mikilvægur. Hafsteinn lék áður með Stjörnunni í Pepsi deild karla í nokkur ár áður en hann skipti yfir í BÍ/Bol. Þar áður lék hann með uppeldisfélagi sínu, Reyni frá Sandgerði.

Stjórn, þjálfarar og leikmenn vilja óska Hafsteini til hamingju með þessa viðurkenningu.


Hinn 19 ára gamli, Björgvin Stefánsson, hefur gengið til liðs við BÍ/Bolungarvík frá Haukum. Björgvin hefur leikið 56 leiki með meistaraflokki Hauka og skorað í þeim 8 mörk á síðustu tveimur árum. Í sumar skoraði Björgvin 20 mörk í 16 leikjum með 2.flokki Hauka og var markahæstur. Þar að auki á hann sex landsleiki fyrir U19 ára lið Íslands.

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er gríðarlega ánægð með þessi félagaskipti. Liðið bindur miklar vonir við Björgvin enda mjög efnilegur leikmaður sem á eflaust eftir að setja mark sitt á komandi tímabil.


Leikir og atburđir