Goran Jovanovski samdi við okkur í dag og mun geta leikið með liðinu á móti Leikni á laugardaginn hérna heima. Hann 34 ára gamall Makedóníumaður. Hann getur leikið bæði í vörninni og á miðjunni.

Hann lék með Keflvíkingum í Pepsi-deildinni árið 2011 og þá á hann að baki fjölmarga leiki í efstu deild í heimalandi sínu. 

Andreas "Andy" Pachipis og Soroush Amani fóru frá félaginu í dag. Þeim er þakkað störf sín fyrir félagið og vonandi gengur þeim vel í næstu verkefnum.

------

Goran Jovanovski has agreed terms with BÍ/Bolungarvík and will be eligible to play next home game against Leiknir on Saturday. Goran is from Macedonia and is 34 years old. He can play both in defence and in the midfield area.

Andreas "Andy" Pachipis and Soroush Amani both left the club today. We thank them for all their work and wish them all the best.


Nú þegar Íslandsmótið er hálfnað situr liðið í næstneðsta sæti með 11 stig eftir 11 leiki. Ljóst er að stigasöfnunin þarf að vera meiri í seinni umferðinni en þrátt fyrir það er engan bilbug að finna á liðinu. Spilamennskan hefur batnað til muna í síðustu leikjum og sterkir leikmenn komið tilbaka úr meiðslum. 

Að því sögðu þá eru slæmar fréttir af Sigurgeiri Sveini, fyrirliða liðsins...Meira

BÍ/Bolungarvík tapaði fyrir KA á á Torfnesvelli á helginni í 1. deild karla. Fjölnir Baldursson var á leiknum og tók upp þetta myndbrot.Meira

Rannveig Hjaltadóttir skoraði sigurmark meistaraflokks kvenna hjá BÍ/Bolungarvík gegn Víkingi Ólafsvík í 1. deild kvenna í gær en leikurinn fór fram á Skeiðsvelli í Bolungarvík. Fyrstu þrjú stigin eru því komin í hús og er stelpurnar í 8. sæti deildarinnar. Fleiri mörk voru ekki skorið í leiknum á Skeiðsvelli en þar var fjöldi manns sem hvöttu stelpurnar áfram.Meira

BÍ/Bolungarvík tók á móti Fjarðabyggð nú fyrr í kvöld í Borgunarbikarnum á gervigrasvellinum á Torfnesi. Nokkar breytingar voru gerðar á báðum byrjunarliðum fyrir leikinn, en þar einna helst er þar að nefna að fyrirliði heimamanna, Sigurgeir Sveinn Gíslasson byrjaði á bekknum, en hinn 17 ára gamli Elmar Atli Garðarsson fyllti skarð hans frábærlega.Meira

Kvennalið Boltafélags Ísafjarðar og Bolungarvíkur tapaði leik sínum gegn Haukum í 1. deild kvenna, 0-3. Leikurinn fór fram á gerfigrasvellinum á Torfnesi í gær. Haukastúlkur voru sterkari í leiknum, skoruðu eitt mark í fyrri hálfleik, annað fyrir miðjan seinni hálfleik og loks þriðja markið úr víti. Okkar stúlkur stóðu sig þó vel í leiknum og liðið styrkist með hverjum leik. Þó að enn sé ekkert stig komið á töfluna eftir þrjá fyrstu leikina, mun það breytast í næstu leikjum. Næstu leikir eru heimaleikir gegn Tindastóli frá Sauðárkróki og Víkingi frá Ólafsvík, sunnudaginn 1. júní og laugardaginn 7. júní.Meira

Fyrstu tveir leikirirnir á tímabilinu hjá meistaraflokki kvenna í 1. deild fóru fram um helgina. Stelpurnar mættu Fjölni á föstudaginn og HK/Víking á sunnudag.Meira

Meistaraflokkur karla hjá BÍ/Bolungarvík tapaði fyrir Leikni í annarri umferð 1. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu á laugardag. Jafnræði var með liðinum í fyrri hálfleik. Vestfirðingarnir voru meira með boltann með Leiknismenn lágu til baka og var staðan 0-0 í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks skoraði Leiknir eftir hornspyrnu og tók þá við kafli þar sem BÍ tók öll völd og fékk mörg góð tækifæri til að jafna leikinn. Meira

Leikir og atburđir